Bolir

Ég var í mesta sakleysi mínu að skoða erlenda netverslu, www.thinkgeek.com sem mér þykir ansi skemmtileg. Var að skoða bolina og spá að ég þyrfti að panta mér nokkra svona “nörda” boli, með skemmtilegri áletrun eins og No I will not fix your computer, got root og fleira.

Þá sá ég að ánægðir viðskiptavinir hafa sent inn myndir af sér þar sem umræddur bolur hylur líkama þeirra, okkur öllum til ánægju. Ég er nú ekki alveg svona mikill nörd, eða hvað??

Eru þið til í að láta mig vita ef ég fer að líkjast þessum félögum ískyggilega mikið. Hver veit nema að geislar frá tölvuskjánum valdi svona óreglulegri hártilhneygan og almennri afmyndun í andliti.

Annars datt mér í hug hvort ekki væri hægt að nota svona lampa eins og eru í ljósabekkjum í tölvuskjái. Þá sæti maður alsæll og brúnn fyrir framan skjáinn, daginn út og inn…jafnvel á bringunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *