Ég er pony

Ég er það samt ekki. En það kemur málinu bara ekkert við.
En allaveganna, þá þoli ég ekki fólk sem kann ekki að leggja í bílastæði. Hvað ætli sé í gangi í hausnum á þessum snillingum þegar þeir ákveða að leggja svo þétt uppvið næsta bíl að hliðarspeglarnir snertast. Þetta vandamál er sérstaklega algengt í Kringlunni og ég held að ég hafi lent í því 8 sinnum frekar en 7, að þurfa að fara inn farþegamegin og klifra yfir í bílstjórasætið til að geta ekið burt. Það fer að líða að því að ég skilji eftir orðsendinguna sem ég er búinn að semja til þessara snillinga. Orðsendingin lítur svona út:

Kæri bílstjóri, ef bílstjóra skyldi kalla, mig langar að benda þér á þau vandræði sem þú hefur komið mér í. Þannig er mál með vexti að þegar ég ætlaði að setjast upp í bílinn að loknum erfiðum vinnudegi þá sá ég mér til mikillar hrellingar að ekki var hægt að ganga milli bílanna tveggja þ.e. bílsins míns og þess sem þú ekur. Þegar ég var búinn að reyna í nokkrar mínútur að opna hurðina bílstjóramegin á bílnum mínum og mér þótti fullreynt að styrktarbitinn í hurðinni á þínum bíl léti ekki undan og hliðarspegillinn var dottinn af þá ákvað ég að fara inn farþegameginn og klifra yfir í bílstjórasætið. Við þetta tognaði ég á baki og stórslasaði mig á vinstri fæti. Ég skil eftir þennan litla miða svo þú getir haft samband við mig og fengið upplýsingar um hversu mikið þú þarft að greiða í sjúkrakostnað.

bestu kveðjur og kúktu upp í þig

2 thoughts on “Ég er pony

  1. Anonymous

    Svo er hægt að hefna sín með nastí prakkarastrikum, fyrst dettur manni í hug að hleypa lofti úr dekkjunum. Í vetur þegar kemur frost getur þú bleytt dagblöð og sett á framrúðuna…..eigandinn nær þeim seint af 😛

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *