HItabylgja

Þessi hiti hér inni á skrifstofunni minni (annars er ég náttúrulega bara forritari í bás) er nú aldeilis óvæntur og hefur mér oft brugðið all meira við minni röskun hversdagsleikans.

Annars var ég að frétta það að ég er komin með miða á Foo Fighters, ekki ónýtt það!! Það sem meira er, ég var að versla mér nýjan sófa og hann er sko ekki ónýtur (þó hann sé reyndar ónýttur). Sófi þessi er gæddur þeim hæfileikum að geta breytt sér í rúm á svipstundu og því nóg pláss til að gista hjá mér…

Merkilegt hvað þessi orð eru lík, ónýtt og ónýtt, svei mér þá ef þau eru ekki nákvæmlega eins og þýða nákvæmlega sitt hvorn hlutinn. Skrýtið er nú mannlega málið!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *