mblog

Nýjasta trendið í bloggöldunni er svokallað mblog þar sem notast er við gemmsa með myndavél og sent beint úr honum á vefinn. Hljómar sæmilega áhugavert þó svo myndirnar úr þessum símum séu nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Uppáhaldshljómsveit okkar allra, Írafár, er t.d. með svona mblog. Eitt sem ég vissi ekki um Írafár er að þar heita allir annaðhvort Andri eða Vignir, sama hvort það sé útúrsjúskaður poppari úr gleðihljómsveit kennd við einhvern Ingólf eða þá hópur af smástelpum að bíða eftir áritun….nema að Andir og Vignir séu þeir sem taki myndirnar, en það væri bara sillí.

Efst til vinstri á síðunni stendur
Svona færðu
mBlog sem Írafár
gerir ì sìmann þinn.
Afskaplega finnst mér þetta klaufalega orðað og tók mig smá tíma að fatta hvað það er þá sem Írafár gerir í símann minn. Geri ég sms í símann þinn ef ég sendi þér sms??

Það er náttúrulega óþarfi að taka fram að íslenski stafir virka ekki í þessu frekar en öðru kommersíal bloggerdæmi…