Diana Krall

Ég fór að sjá Diana Krall á föstudagskvöldið. Þvílíkur konsert!
Þvílíkir snilldar tónlistarmenn, allir í fullkomnu samræmi við hljóðfæri sín. Þéttur, fjörugur og lifandi jazz og ein svalasta rödd í þessum hluta alheimsins geta vart klikkað. Orð mín geta einfaldlega ekki lýst þeirri tónlist sem hljómaði um Laugardagshöllina þetta kvöld.

Merkilegt samt þegar saman er komin svona stór hópur af fólki, hve margir þurfa að fara á klósettið. Ætli sé til tölfræði yfir hve mörg prósent koma til með að fara á klósettið per klukkutímann í slíkum mannfögnuði. Hægt var að versla bjór (í plastflösku) en einnig hvítvín (held ég) í glerflöskum. Þessar flöskur voru eins og ofvaxnar flugvélaflöskur og í hvert skiptið sem einhver fór á salernið var það óskrifað lögmál að reka sig í slíka flösku þannig að glumdi yfir salinn.

Ef þú ert þannig líkamlega uppbyggður að þú sérð stjörnur vegna þess að þú ert í þvílíkum spreng eftir eina pínkuflösku af víni, þá átt þú ekkert að vera að drekka fíflið þitt…hvað þá að standa upp og reka þig í flöskuna, settu hana undir sætið eða upp í rassinn á þér…ekki skemma tónleikana.

2 thoughts on “Diana Krall

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *