Foo Fighters

Foo Fighters tónleikarnir í gærkveldi eru á topp 5 listanum yfir bestu tónleika sem ég hef farið á. Gargandi snilld. Vínyll byrjaði sem upphitunarhljómsveit og var afskaplega leiðinleg, vægast sagt. Ég einfaldlega fíla ekkert tónlistina þeirra, þeir eru þungir, öll lögin eins upp byggð og það heyrist ekki rass í söngvaranum. Held þeir ættu að stefna á önnur mið, einblína á aðra markaði…markað sem samanstendur tildæmis af blindum Belgum og heyrnarlausum Hollendingum…allt annað en að glamra þetta fyrir okkur.

Á eftir fylgdi hinsvegar snilldar band, nafninu náði ég nú ekki en gott að vita að enn eru til alvöru rokkarar og var engu líkara en maður væri staddur nokkur ár aftur í tímann. Gaurar með íturvaxið hár. Stokkseyrarpiltarnir í Nilfisk hljóta að vera með heppnustu drengjum landsins þessa dagana og draumur hverrar bílskúrshljómsveitar. Reyndar er líka hægt að líta á þetta sem svo að þeir hafi náð hátindinum á rokkferli sínum og nú liggi leiðin bara niður á við. Þeir komu mjög á óvart, þéttir og hressir.

En Foo Fighters rokkuðu eins og það væri engin morgundagur og létu alla gleyma áhyggjum hversdagsleikans og sleppa sér í útópíu rafmagnshljóðfæra. Flottir Foo Fighters, FLOTTIR.

One thought on “Foo Fighters

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *