Helgin framundan er

Nenni ekki að vinna í augnablikinu þannig að ég krappa bara smá.
Ég er eiginlega ennþá að jafna mig eftir miður skemmtilega roastbeef samloku sem ég keypti í Olís nestinu við Sæbraut. Tók einn bita og hnefafylli af steiktum lauk dreifðist út um allt fólk. Tók annan og þurfti þá að naga roastbeefið í sundur og loks þegar ég náði bita fór hluti af kjötinu niður á höku með tilheyrandi sósu. Neitaði að gefast upp auðveldlega og réðst í þriðja bitann, sem var langtum erfiðastur. Hann krafðist þess að ég biti, sneyddi og jagaði með tönnunum eins og andsetinn bóndi á baggabandi sem endaði ekki betur en svo að ég dró vænan slurk af roastbeefi út á milli brauðsneiðanna tveggja sem mynduðu samlokuna.
Tuggði þetta með ógeðissvip og henti afganginum í ruslið. Miðað við peningana sem þetta fyrirtæki er sakað um að hafa haft af manni ætti það að hafa efni á almennilega kjöti.

Verslunarmannarhelgin er víst framundan og er ætlunum hjá mér, ásamt flestöllum sem ég þekki að fara til Akureyrar og fá mér Eina með Öllu. Fer í fyrramálið ásamt Ragga og Örvari og verður sjálfsagt stuð á okkur alla leið sem mun halda áfram er á áfangastað er komið. Brúðkaup á morgun og svo bjór drukkin að vandvirkni mikilli.
Ég hef ekkert skoðað skemmtidagskrá hátíðarinnar og er nokk sama þar sem ég og mínir gerum bara okkar eigin dagskrá!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *