Grasagarður Nó Nó

Eitthvað varð minna úr fyrirhugaðri ferð minni í Grasagarðinn um helgina til að kynna mér nánar atferli grágæsa. Í staðinn eyddi ég helginni á Akureyris, en þar fann ég engar grágæsir þrátt fyrir víðtæka leit. Ég fór á Andarpollinn, í Kjarnaskóg, uppá Hlíðarfjall og niður á Poll en greip allstaðar í tómt. Eini hugsanlega staðurinn sem ég sleppti er Sjallinn en þangað fór ég bara alls ekki, en mig grunar að hægt sé að yfirfæra atferlisfræði grágæsa yfir á mannfólkið í Sjallanum – sérstaklega ef Papar spila fyrir dansi. Goggunarröðin er sjálfsagt alls ekki svo ólík, ef vel er að gáð.

Annars var ljúft á Akureyri og eyddi ég helginni að mest leyti í ró og næði og fáir tilveruskakandi hlutir áttu sér stað. Hjartað droppaði samt tvisvar sinnum í buxurnar um helgina og í bæði skiptin meðan ég var að keyra. Á leiðinni norður á föstudagkvöldið, nánar tiltekið í Öxnadalnum, var einhver afdalabóndi og tómstundarvampíra að heyja í kolniðamyrkri. Ekki var það þó hann sem olli varanlegum hjartaskemmdum heldur hundur sem hljóp skyndilega upp á veginn þannig að ég þurfti að snarbremsa og sveigja frá. Hundur þessi hefur sennilega fylgt hestamönnum sem voru að ríða við hliðin á þjóðveginum og þeim finnst greinilega alger óþarfi að nota endurskínsmerki – fífl.
Í hitt skiptið var ég á leið frá Dallas þegar kynóð lesbía kemur skyndilega vaðandi á móti mér á vitlausum vegarhelming á hjúmongus jeppa. Þá var mér reyndar skapi næst að snúa við á staðnum og elta hana uppi – fífl.

4 thoughts on “Grasagarður Nó Nó

  1. robbik

    Nei, hana var hvergi að sjá…en ég sá 2 stráka á hjóli, 2 gelgjur að reykja og mann að fá sér pylsu.

    Reply
  2. Anonymous

    þú hefur sem sagt séð bara allt sem átti sér stað í Dallas þá helgina…

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *