Grasagarðurinn

Í iðruleysi sunnudagsins fórum við Ingibjörg í Grasagarðinn í Laugardalnum, veður var gott og hlakkaði í okkur að komast í náin kynni við flóru Íslands. Ekki var að spyrja að því að um leið og við stigum út úr rennireiðinni byrjaði að rigna, var mér litið upp til himins til þess eins að sjá að það var svo til heiðskýrt.
En ekki þýðir að láta bleytuna stöðva sig í að skoða Iperium Ozinaris og Oseranum Ixaruz, heldur var hettann sett upp. Það sem heillaði mig samt mest (fyrir utan marenskökuna og kaffið á Kaffi Flóra) voru grágæsirnar. Það er greinilega ekkert grín að vera grágæs í dag.
Þeir eru mjög gæfar þannig að hægt er að standa einungis nokkrar tommur frá þeim og fylgjast með aðdáun að atferli þeirra. Ein þeirra var greinilega ekki sú vinsælasta (eða vinsælasti, þekki því miður ekki mun á kynjunum) og skipti engum togum um hvar hún/hann stakk niður gogginum, hinar voru alltaf að pikka í hana/hann. Þarna stóðu greinilega fylkingar saman móti einni. Enn í dag velti ég því fyrir mér hvað hún hafi gert til að verðskulda slíka framkomu, kannski var hún með hvíta fjöður á asnalegum stað, kannski var hún (gæsin) karlkyns og allt hitt kellingar…kannski var hún bara leiðinleg???

Ég reikna með að fara aftur um næstu helgi og kynna mér málið nánar.

Og já, Hadda, ég veit ekki hvað varð um kommentkerfið hjá þér…man ekki einu sinni hvaðan það er!!

2 thoughts on “Grasagarðurinn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *