MSN

Sá misskilningur virðist vera í gangi að Microsoft ætli að loka MSN Messenger og er engum öðrum en íslenskum fréttamönnum um að kenna. Það sem er verið að loka á eru spjallrásir á MSN vefsetrinu, msn.com, eða Internet Chatroom. Það er líka vitlaust að það verði byrjað að rukka fyrir MSN Messenger. Þessum spjallrásum verður lokað allsstaðar annarsstaðar en í USA, Kanada og Japan þar sem hægt er að nálgast þær í áskrift. Einnig verður rukkað fyrir MSN Explorer (sem er eitthvað krapp sem ég hef aldrei og mun aldrei nota). Sjá nánar á TheStar.com og Reuters.

Ég gat nú ekki annað en hlegið yfir fréttaflutningnum hjá Stöð 2 sem meikaði bara lítið sem ekkert sens vatt só evver.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *