Stupid White Man

Ekki er ýkja langt síðan ég lauk lestri á bókmenntaverkinu ‘Stupid White Men’ eftir Michael nokkurn Moore. Þó að það sé kannski ekki hægt að taka Moore alltof trúanlegan er hægt að taka hann nægilega trúanlegan til að trúa því að hann sé nokkuð trúanlegur ásamt því að trúa flest öllu sem hann segir.

Í bókinni fjallar hann t.d. um hvernig Bush komst til valda án þess að vera lýðræðislega kosin, hvað svart fólk er svalt, móðir Jörð og meðferð okkar á henni og hvernig karlmenn eru að verða óþarfi með tilkomu meðfærilega álstigans og margt fleira. Með háðung að vopni nær hann að sannfæra mann um hvað allt er að fara til andskotans.

Ég mæli með þessari bók – mjög skemmtileg lesning. Núna er ég svo nýbyrjaður að lesa Che Guevara: A Revolutionary Life eftir Jon Lee Anderson.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *