Bloggskortur

Ég viðurkenni það fúslega að hafa verið óstjórnlega latur við að blogga að undanförnu og halda sumir kannski eftir síðustu bloggfærslu að ég hafi hreinlega farist úr óheppni. En það er nú aldeilis ekki. Eina sem hægt er að gera í svona óheppnarástandi er að horfa beint í augun á dýrið og hætta þessu væli.

Ég hef líka aðeins verið að vinna í nýju útliti á robbik.net. Ekki það að ég eigi heiðurinn að því eða þá að það sé eins og ég vilji hafa það, en aðeins skemmtilegra en núverandi þema.

Raggi hélt innflutningspartý um síðustu helgi þar sem ég fékk smá gagnrýni fyrir að vefurinn sé of flókinn. Gagnrýni er af hinu góðu og ekkert nema gott um það að segja, ég ætla samt ekki að gera neitt í þessu…nema þá kannski að reyna að svara fólki með Spurt Og Svarað (SOS). Ég minni fólk líka á Remember me sem hægt er að haka í til að þurfa ekki að logga sig inn í hvert skipti!

Myndirnar frá þessu innflutningspartýi eru ekki komnar inn vegna þess að myndavélin mín er ennþá hjá Ragga, skil ekkert í honum að vera ekki búinn að setja þetta inn sjálfur…Ég reikna samt staðfastlega með því að það verði Idol partý heima hjá honum í kvöld – erþaggi?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *