Óheppni

Hafi þið tekið eftir því hvernig ólukkan gengur stundum yfir mann í bylgjum. Allt getur verið í himnalagi svo dögum skipti, með þig og stöffið þitt. En svo byrjar eitt að bila, svo næsta og næsta líkt og pissandi fjósabeljur.

Tölvan mín er t.d. eitthvað búin að vera að stríða mér en ég held ég sé búinn að komast að því hvað er að henni. BIOSinn á skjákortinu er sennilega eitthvað spilltur eftir að ég reyndi að troða inn reklum fyrir sjónvarpskortið með handafli.
Svo í gær ákváðum við að prófa þessu nýju brú á Reykjanesbrautinni, keyra yfir hana og þá leið heim….vill ekki betur til en að bíll kemur aðvífandi og steinn spýtist með þvílíku afli í framrúðuna hjá mér að það kom bara gat. Kannski ekki gat en sprunga.
Í gærkveldi ákváðum við svo að fá okkur bragðaref. Minns fékk sér bragðaref með jarðaberjum, banönum og Mars. Það vildi nú ekki betur til en svo að meðan ég var að bragða á refnum brotnaði stykki úr einum jaxlinum á mér, eins og til að renna stoðum undir frétt Baggalúts um Íssvik. Hvað er málið með það? Getur þú ekki skellt gulli þarna í staðinn Jói???

Á leiðinni í vinnuna í morgun varð ég svo var við einkennilegt hljóð í miðstöðinni…held að það hafi samt bara verið nett paranoja. En ég er að spá í að halda mig bara innandyra á næstunni!

One thought on “Óheppni

  1. Anonymous

    Já veistu ég bara kannast alveg þokkalega við þetta…er búin að eiga við þetta vandamál að stríða í ansi langan tíma….

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *