Engin sprengja, aðeins vélbyssur

Það fannst svo engin sprengja í tékknesku vélinni, en þeim mun meira af vélbyssum eða um tvö tonn (stendur reyndar tvö tönn í fréttinni eins og mbl.is er einum lagið). Ekki er talið að um vopnasmygl sé að ræða.

Vopnasmygl eður ei, ekki væri ég spenntur fyrir því að fljúga í farþegavél ásamt nógu mikið af vélbyssum til að vopna heilan her. Skítsama þótt skotfæri séu til staðar eða ekki, þetta er náttúrulega bara glæpsamlegt.

Og ef ekki er um vopnasmygl að ræða, eru þá Bandaríkjamenn að flytja skotvopn milli heimshluta með farþegaflugvélum?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *