Ferðasaga

Um helgina fór ég til Akureyrar að spóka mér, og öðrum. Á Akureyri er gott að vera, þar er skortur á vindi og regnvatni, þar kann fólk að keyra og fjarlægðin gerir fjöllin blá og stutt á milli staða.

Á föstudagskvöldið fór ég í skoðunarferð um Ölgerðina til að ganga úr skugga um að nóg væri af byrgðum fyrir mig og Norðurland um helgina. Svo reyndist vissulega vera þar sem síðar um kvöldið stóð ég uppá sviði og söng Greese lag í karókí, ásamt 3 öðrum nóta bene. Merkilegt fyrirbæri, Karókí. Er við mættum á svæðið voru þar staddar tvær (jafnvel þrjár eða fjórar) meyjar sem stunda þetta greinilega af miklu kappi. Get ég ekki sagt að píkuflautur þeirra hafi verið heillandi. En fólkið ég var með stóð sig með miklum ágætum og á vissulega skilið lof í lófa fyrir hetjulega frammistöðu.

Laugardagskvöldið var að sjálfsögðu líka tekið með trompi þar sem huti af kvöldinu fór í stórmerkilega og uppbyggilega umræður við mjög svo ágætis hjón á Karólínu, töff fólk þar á ferð. Síðan var litið í Sjallann, svona rétt upp á djókið og aðallega svo ég þurfi ekki að gera það um jólin, get sagt að ég sé búinn að fara í Sjallann a.m.k. einu sinni síðastliðið hálft ár.
Það sem er merkilegt þar er að búið er að opna Kjallarann aftur og samanstendur nú af snyrtimennsku og eldhúsi. Ekki slæmt að komast beint úr Sjallanum og niður í Kjallara og fá sér almennilega að éta. Mæli með því. Jafnvel hægt að sleppa Sjallanum.

Botn málsins er samt sá að Akureyri rokkar feitast.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *