Afturkoma

Þá er minns aftur mættur eftir rúmlega viku langa dvöl á Akureyri yfir jólin. Heilastarfsemi og geta til að tjá sig bæði skriflega og munnlega er í sögulegu lágmarki eftir át og svefn síðustu daga. Gvöð hvað þetta var næs!

Þetta er samt ekki alveg búið, rúsínan í pylsuendanum [hverjum ætti svosum að detta í hug að setja rúsínur í pylsur] eru áramótin en þá verður síðasta ofát ársins framkvæmt í góðra vina hópi. Klöppum fyrir því.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *