Idol-Síminn

Alltaf er Síminn samur við sig. Í einni Idol kepnninni, sennilega í þarsíðasta skipti, voru keppendur að syngja á einhverri ómannúðlegri skemmtun Símans þar sem allir keppendur fengu svo síma, svo þeir gætu nú hringt eins og annað siðmenntað fólk.
Allt rosa fínt og flott, lítur vel út í sjónvarpi….en keppendur þurfa að skila símanum, nema þrír efstu. Þannig að þegar menn syngja sig með stæl út úr keppninni þurfa þeir að gjöra svo vel og láta símann góða af hendi. Ætli þeir fái ekki 14 Marúd snakk poka í staðinn – og smá kók.

Annars vorkennir maður þessu fólki nú pínu, enda eru þau svo kyrfilega bundin samningum að það að borða McDonalds stangast örugglega á við að minnsta kosti 3 ákvæði. Þau mega ekki drekka, ekki synga á almannafæri, ekki tala við fjölmiðla, verða að drekka kók og éta Marúd snakk o.s.frv. Í blöðunum er allt sneisafullt af auglýsingum þar sem keppendur eru að árita Idol diskinn, Idol spilið og hvorn annan í helstu verslunarmiðstöðvum höfðuborgarsvæðisins.

Allt þetta svo menn geti skemmt sér á föstudagskvöldum með Egils Appelsín og Dórítós – með Stöð 2 ruglað.

Jólin eru í boði Coca-Cola…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *