Krapp ríkisvald

Ég var reiður í gær og er pirraður í dag yfir eftirlaunafrumvarpinu. Endilega svíkjum gefin loforð við öryrkja og skerum niður fjárveitingar til Landspítalans þannig að segja þurfi upp 200 manns, svo eitthvað sé nefnt. En hækkum eftirlaun forsætisráðherra upp í ríflega 600.000 á mánuði, honum veitir nú ekkert af því karlræflinum. Verðlaunum hann meira eftir því sem hann situr lengur og rígheldur sér í ráðherrastólinn.

Ekki segi ég svo að þingmenn eigi ekki að fá almennileg laun, alls ekki. En þarf virkilega að láta formenn stjórnmálaflokkana fá 50% álag ofan á þingfararkaup? Er virkilega ekki meiri þörf fyrir pengingana annarsstaðar?

Ég bíð spenntur eftir yfirlýsingum stjórnarandstöðunnar, þá sérstaklega Steingríms, hann hlýtur að hafa eitthvað til málanna að leggja og sýna að ég hafi kosið rétt í síðustu kosningum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *