Ránalda

Afskaplega finnst mér sorglegt að menn skuli fremja vopnað rán í Bónus verslun. Hefur þetta fólk engan metnað fyrir því sem það er að gera. Eitt er að ræna banka, en Bónus er eitthvað sem ég næ ekki uppí. Hvað ætlaru að taka, nokkra þúsundkalla og svo 89 cm. háan búnka af debet- og kredit nótum. Það borgar engin með pening í Bónus.

Hvernig væri svo að taka þýfið og setja það í eitthvað annað en poka merktum Bónus, þetta er eins og í Andrésar-blöðunum þar sem Bjarnabófarnir voru með þýfið í brúnum taupokum merktum $$. Hafa svo einn flóttabíl og skipta um bíl fljótlega.

Horfir þetta fólk aldrei á bíómyndir??

One thought on “Ránalda

  1. Anonymous

    Ert þú ekki bara á rangri hillu í lífinu Robbi minn? Mér sýnist þú vera með þetta allt útpælt! 😉

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *