4’33”

Frétt á mbl.is: Útvarpsstöðin BBC 3 lék á dögunum verk nútímatónskáldsins John Cage, 4’33”, sem er alger þögn í fjórar mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur. Það var sinfóníuhljómsveit breska ríkisútvarpsins sem lék og fór flutningurinn fram í Barbicanhöllinni.

Sé alveg fyrir mér hóp af vel uppáklæddu fólki í einhverri barbíhöll hreinlega að pissa á sig af spenningi yfir annari eins list. Þetta verk var víst samið 1952 en þá varð fólk almennt ekki ánægt en nú misstu sig allir í kærlegri kátínu.

Er þetta ekki merki um lækkandi vitund fólks um sjálft sig og umhverfi, í den var fólk þó samkvæmt sjálfu sér og lét í ljós óánægju sína. Nú í dag þykir allt list sem er á einhvern hátt öðruvísi og út úr rassgatinu á kú. Hvernig er hægt að sitja undir algerri þögn í rúmar fjórar og hálfa mínútu og byrja svo að klappa eins og það eitt dygði til að viðhalda gangi himintunglanna? Væri nokkuð möguleiki að fá Sinfóníuhljómsveit Íslands til að leika þetta verk?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *