Drifkraftur mörgæsa

Oftar en ekki hef ég dáðst að eldmóð vitandi vísindamanna við að stúdera og analísera ómerkustu hluti plánetunnar og eyða þúsundum vinnutíma í að komast að niðurstöðu sem þjónar engum tilgangi.

Nú hafa tveir þýskir vísindamenn rannsakað skítkraft mörgæsa.

Hafa þessir apakettir ekkert þarfara að gera en að reikna út þann kraft sem fuglarnir framkalla með hringvöðva í endaþarmi? Hvað með það þó mörgæsir geti spýtt úrgangi sínum 40 cm spyr fólk sig. Skítafræði margskonar kemur oft upp á pallborðið, þá er gott að geta skitið fram svona staðreyndum – og sagt prumpubrandara í leiðinni.

One thought on “Drifkraftur mörgæsa

  1. Anonymous

    Voru ekki einhverjir sem sáu hellíngs péníng í því að verða skítafræðingar.
    Það er eins og mig rámi í að þetta hafi verið hott topikk í líffræði aunhvertíma á MA-árunum………. þetta er allavega enn einn af mínum stóru draumum!

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *