Martin Freeman í HHGG

Uppi eru sögusagnir um að gaur að nafni Martin Freeman leiki Arthur Dent í kvikmyndinni The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy sem er áætluð að koma út árið 2005, en þetta er einmitt hægt að lesa á heimasíðu kappans.

Þekki ekki mikið til hans, hann lék til að mynda í Ali G bíómyndinni og þáttaröðunum The Office sem ég sá því miður allt of lítið af. Sennilega ágætis leikari og eins gott að öllu verði til kostað við gerð þessarar myndar til að fanga þá urrandi snilld sem bækurnar eru. Verður kannski enginn Hollywood glamúr yfir þessu þar sem BBCi Films eru að fara útí þessa mynd, að mér sýnist – þarf nauðsynlega að kynna mér þetta nánar.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og kjaftasögur á þessari síðu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *