Brimborg

Það kemur fyrir að í gímaldi því sem heilinn minn heldur sig í ómi “..öruggur staður til að vera á” og er þetta ekki heilinn minn sem telur sig svo öruggan heldur er þetta slagorð hjá Brimborg.

Fyrir utan að vita í raun ekki hvað orðið brimborg þýðir, þó svo ég geri mér grein fyrir hvað brim er annars vegar og borg hinsvegar, þá næ ég engum botni í þetta slagorð! Ég man reyndar ekki til þess að hafa stigið fæti inn í Brimborg, en ef það gerist einhverntíman er ég hreint ekkert viss um að mér finnist ég vera eitthvað öruggari heldur en í hverju öðru fyrirtæki.

“Æ, mér líður eitthvað svo skringilega, ég er eitthvað svo óöruggur. Best að fara í Brimborg, klæða mig úr að neðan og fá mér ristað brauð með hnetusmjöri og rjóma – því þar er ég öruggur.”

One thought on “Brimborg

  1. Hadda

    Er ekki verið að meina að bílarnir frá Brimborg séu svona öruggir, ég hef kannski verið að misskilja þetta… ekki það að mér er skítsama!!

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *