Ljósleiðari

Einhver þjófélagsendi og afturkreistingur gróf í ljósleiðara OgVoðafón í gær með þeim afleiðingum að Breiðoltið missti netsamband.

Ég vissi ekki hvert ég var að fara í gær þegar ég komst ekki á netið, ekki það að ég þyrfti nauðsynlega að skoða eitthvað eða vinna í einhverju – bara til að sörfa. Mér finnst að maður eigi að fá skaðabætur fyrir svona, til að mynda 500MB ókeypis í utanlandsniðurhal.

Af öðrum málefnum þá er álíka mikill þjóðfélagsendi og andfélagsvera búinn að kaupa ma99.net og er með einvherja þá ljótustu heimasíðu sem ég hef séð. ma99.com er líka frátekið. ma99.org er hinsvegar laust. Spurning hvaða lén sé viðeigandi fyrir vef 5 ára útskriftarnema úr Menntaskólanum á Akureyri?

One thought on “Ljósleiðari

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *