robbik mælir með

Bjó til svona “robbik mælir með” box hér til vinstri þar sem ég ætla að setja inn tengla yfir á hugbúnað sem ég mæli sterklega með.
Sá fyrsti er án efa FireFox vafrinn sem ég hef notað undanfarnar vikur, bæði í Windows og á Linux. Þessi vafri ýtir Internet Explorer út í horn, flengir hann og atar í sírópi.

Kostirnir sem Firefox hefur yfir IE eru margir, til dæmis blokkar hann pop-up glugga, er með tabs (nokkrar síður opnar inn í sama firefox glugga), þema (hægt að velja útlitið á honum) og extensions sem gerir manni kleift að bæta við allskonar aukadóti – svo ekki sé minnst á ýmiskonar öryggisbresti sem hafa uppgötvast í IE.

Náðu þér í Firefox NÚNA og hættu að nota Internet Explorer.

5 thoughts on “robbik mælir með

 1. Anonymous

  Fór að ráðum þínum og fékk mér Firefox.

  Auglýsi eftir stuttri kennslustund.

  Reply
 2. robbik

  Þó það nú væri. Kíktu einhverntíman í heimsókn…við fáum okkur öl og ég skal halda stuttan fyrirlestur 😉

  Annars mæli ég með http://texturizer.net/firefox/index.html þar sem hægt er að ná í extension og themes.

  Eitt gott tip er til dæmis að hafa þá bloggara sem þú kíkir á daglega í einni möppu í bookrmars. Fara svo í þá möppu og velja “Open in tabs” – þá opnast allar bloggsíðurnar í einu (mismunandi többum að sjálfsögðu)

  Reply
 3. Anonymous

  Jamm, komst að því þegar ég gerði óvart Open in Tabs á alla linka sem ég var með. Það var sko disko.

  Reply
 4. robbik

  Hvernig tengingu ertu með? Ég er með bestu fánalegu ADSL tenginguna en finnst Firefox samt svolitla stund að hlaða inn myndum

  Reply
 5. Anonymous

  Ég er með ADSL IV….ekkert vandamál með myndir hjá mér!!!

  Undarlegt…yfirleitt finnst mér FireFox og t.d. opera mun sneggri en IE

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *