Andvarp

Er ég tek mitt reglulega andvarp og mæði út um gluggan sé ég að það er sólskin, og rigning, og slydda, og haglél. Ofan á það þarf ég að pissa. Ofan á það er pakkinn minn frá ThingGeek vefbúðinni einhversstaðar “in the middle of *censored*ing nowhere” í USA og sennilega talinn sprengja eða sýklavopn. Ofan á það kemst ég sífellt meira að því hvað íbúðarverð í Reykjavík er svívirðilega hátt. Ofan á það þarf ég að skipta um dempara á bílnum mínum.

En mikið er ég glaður að eiga nýjan síma og ferskt brauð.

6 thoughts on “Andvarp

 1. Hadda

  …..Fara til útlanda, þar sem íbúðirnar eru gefins og brauðið ekki bara ferskt heldur ylvolgt:-)

  Reply
 2. robbik

  Hver veit nema ég sé að fara til útlanda einhverja stund 😉

  Annars er ég að spá í að taka þetta bara með stæl og eins og allir aðrir…kaupa mér bara rándýra íbúð, nýjan bíl, uppþvottavél, frystikystu og widescreen sjóncarp – og bíl…..allt í einum pakka….þetta reddast bara!

  Reply
 3. Anonymous

  Auðvitað reddast það!!
  Það reddast alltaf allt!!!
  Um að gera að hafa það nógu andskoti gott áður en maður verður lýstur gjaldþrota.
  Mér langar í ferskt brauð……….á allt annað, nema station bíl.

  Allý sæta.

  Reply
 4. Tryggvi

  Ég get líka glatt þig með því frændi að það er búið að mála Ástúnið. Þú þarft ekki að munda aftur pensilinn fyrir mig á bráð. Mig langar ekkert í þetta brauð og þú mátt eiga það sjálfur.

  Reply
 5. Hadda

  Iss taka bara pakkann og brauðið á Rekstrarleigu,….. Ég er með til útlanda, ég er að deyja úr útlandaskorti…..Hvað er eiginlega langt síðan síðast ´jeminneini!!! Selja eigur mína og fara af eyjunni,……. Schnilld…

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *