Íslenskt Windows XP

Í fréttum RÚV í gærkvöldi var sagt frá að komið væri langleiðina með að þýða Windows XP stýrikerfið á íslensku. Ekkert nema gott um það að segja.

Hinsvegar vil ég benda á að KDE gluggaumhverfið í Linux hefur verið til á íslensku í nokkur ár og vinnur stór hópur af góðu fólki við að halda þýðingunni við, nánari upplýsingar á heimasíðu hópsins. Ég var einhverntíman byrjaður að þýða hluta af kerfinu en hef ekki sent inn neinar þýðingar, fékk áhuga á því aftur eftir að sjá fréttina á RÚV í gær.

Fyrir utan allt þetta þá er Linux kerfið á nokkrum tungumálum og hægt að velja tungumál þegar maður loggar sig inn. En hvað með Windows, þá er bara annaðhvort eða?? Átt þú Windows XP og vilt íslenska útgáfu…gjörðu svo vel að kaupa hana þá!

3 thoughts on “Íslenskt Windows XP

 1. Allý

  Róbert!!!!!
  Þetta er orðin sjúkleg þráhyggja!!!!!!
  Farðu og hittu mann sem heitir Eiríkur Örn Arnarson. Hann hefur unnið að því hörðum höndum í mörg ár að gera fólk eins og þig heilbrigt….og læknanema líka.

  Með von um góðan bata

  Reply
 2. robbik

  ÞRÁHYGGJA, Þrááááhyggjjjaa

  Hvað meinaru?? Djöfulsins rugl er þetta….

  Ég er aðeins að benda á augljósar staðreyndir sem oft gleymast þegar fjallað er um hið “heilaga” Windows. Linux er best, Windows vont.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *