Stjörnuspá

Af hverju í bláfreðnum aftanúrvindi fylgir nú stjörnuspá með diet-kóki? Hvaða kolvetnissnauða beinagrind fékk þá hugmynd í kollinn?

Eins og það séu ekki ótal aðrar leiðir til að lesa stjörnuspánna sína heldur en að kaupa sér gos. Fólki væri nær að rýna sjálft í himinhvelfinguna og ákveða, eftir fremsta megni, hvað framtíð þess ber í skauti sér – í stað þess að treysta Coca-Cola fyrir því!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *