Tíska

Mikið ofboðslega er ég í flottum fötum í dag. Guði sé lof að ég fæddist með tískuvit og geng ekki um eins og hlandklepraður .NET forritari með mjólkurskegg. Í dag erum fötin mín í mjúkum pastellitum þannig að hörundslitur minn fær að njóta sín til fulls.

Aldrei gæti ég hugsað mér að ganga í biksvörtum buxum og jafnvel svartari skóm – og hvítum sokkum. Ég á ekki eitt par af hvítum sokkum, vegna þess að þeir eru hallærislegir auk þess þarf að þvo þá miklu oftar.

6 thoughts on “Tíska

 1. Allý

  Hvaða töflur ertu farinn að bryðja Robbi minn??!!
  Ég er líka með símanúmer við þeim vanda;)

  Reply
 2. robbik

  Ekkert hörundslitað nema hör-ið í hörundi mínu….restin er mun öðruvísi á litinn 😉

  Reply
 3. Anonymous

  Ehhh….. Grænlenzki kvenþjóðbúningurinn er það sem ég kýs mér helst fyrir aflsappandi sunnudag uppí sófa með þýzka boltanum, og já, það kemur fyrir að ég er í hvítum sokkum.

  Reply
 4. f.willy

  þú getur nú bara sjálfur verið hlandklepraður!! (óendanleg spegilvörn etc.)

  Reply
 5. Harpa

  Hmm…er ekki alveg að sjá þessi pastellituðu föt fyrir mér, en þú lítur eflaust mjög glæsilega út. Jafnvel betur en Siggi í grænlenzka þjóðbúningnum?!?!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *