Tommur

Í gær lét ég verða af því. Ég fór í ákveðna sérverslun og keypti mér unaðsvöru og eftir að hafa leikið mér með hana dulitla stund í gær komst ég að því að þetta er eitthvað sem allir einhleypir karlmenn verða að eiga.

Varan mælist í tommum og kemur í einstaklega fallegum umbúðum. Á henni eru margar stillingar svo varan henti jafnvel undir misjöfnum skilyrðum. Útgáfan sem ég keypti mér er 19″ en hægt er að fá hana í minni stærðum fyrir óreyndari leikmenn.

Ég er að sjálfsögðu að tala um nýja 19″ Samsung SyncMaster skjáinn minn. Þvílíkt gismó.

2 thoughts on “Tommur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *