Borðleggingar

Hmm, já já. Fimmtudagskvöld að renna í garð og. Af hverju er talað um að eitthvað sé að renna í garð, af hverju tala múrarar á Norðurlandi um að renna í gólf en á Suðurlandi að [hvað var það aftur].

Allavegana, seinnipartur fimmtudags og helgin að skella á. Skil það máltæki. Glerhart er til dæmis frekar fáránlegt svo ekki sé minnst á asnalegasta orð í íslenskri tungu – trefill. Trefill, pælið í því! Mæli ekki með því að smámælt fólk noti trefla, sérstaklega ekki ef það er að fræsa.

Hvar var ég? Helgin já, á eftir ætla ég á Jesú-myndina og mynda mér skoðun á myndinni – enda myndarlegur. Ætti eiginlega að vera á mynt. Fæ held ég boðsmiða, treysti á það.

Hvaða rugl er þetta.
Veit ekkert hvernig ég á að enda þetta þannig að ég enda þetta bara með punkti. .

7 thoughts on “Borðleggingar

 1. Anonymous

  Held að þetta fyrsta máltæki sé upprunnið frá hitabylgjunni miklu hérna á Íslandi árin 1964 til 1971. Þá var gott fyrir bygginga- og heimilistækjaverzlun Ríkisins að vera með einkaleifi á garðslöngum og úðurum. Ef sómakærir heimiliseigendur vildu ekki að flötin liti út eins og hlandbrunnin gresja var ekki um annað að ræða en að vera með deilir eða T-tengi á útikrananum og láta ‘renna í garð’ á fleiri en einum stað. Eitthvað hefur merkingin síðan skolast til á þeim árum sem liðin eru eins og með svo mörg önnur máltæki.

  Ekki fer vel saman að vera glerþunnur og glerharður, enda er nær ómögulegt að halda risi við þær aðstæður……

  Ég á ekki til orð yfir treflinum!

  Reply
 2. Anonymous

  flika, net, strútur; trefja > drusla >heimskingi
  Þetta Robbi minn færðu ef þú flettir upp þessu skemmtilega orði upp í samheitaorðabók. Ég á að vera að læra undir próf en eins og þú veist hefur maður allan heimsins tíma til að slæpast og ég skellti mér í bókahillurnar og fletti þessu upp. Annars er annað orð sem ergir mig og hefur gert það lengi APÓTEK kommon hvað segir það manni og utan á öllum lyfjabúðum þarf að standa APÓTEK af hverju ekki lyfjabúð APÓTEK APÓTEK APÓTEK

  Reply
 3. Anonymous

  Já og ganga hlutir ekki í garð? Sbr. litlu garðálfana sem reyndar ganga ekki. Reyndar ganga þeir stundum og þá sérstaklega vel í Garðheimum, en þá erum við komin með andlag í þolfalli og kenningin fallin um sjálfa sig.

  Reply
 4. Pingback: robbik.net » Axla en börda

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *