Hagnaður LÍ

“Hagnaður af rekstri Landsbanka Íslands á fyrsta fjórðungi ársins nam 5053 milljónum króna fyrir skatta á tímabilinu, en að teknu tilliti til skatta og hlutdeildar minnihluta nam hagnaðurinn 4094 milljónum króna.”

Svo var verið að rukka mig rúmar sjöhundruð krónur fyrir að fara skitnar þrjúhundruðsjötíuogfjórar krónum yfir á debetkortinu. Hvar er réttlætið í því? HVAR?

Og hvernig fá þeir þessa tölu eftir skatt, ef grunnskólastærðfræðin er ekki að bregðast mér borgaði bankinn 5053 – 4094 = 959 m.kr. í skatt eða 959/5053 * 100 = ~19%. Sjálfsagt er ég að opinbera heimsku mína með því að ná ekki uppí þessar tölur, hef aldrei verið sleipur á fjármálamarkaði. Kannski einhver viðskiptafræðingur geti útskýrt þetta fyrir mér!!

One thought on “Hagnaður LÍ

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *