Leyfi

Áður en fólk ælir af nálykt síðustu færslu er réttast að blása smá lífi í bókstafi þessarar síðu. Okkar á milli er reyndar önnur robbik.net í smíðum og verður hún fallegri og stórfenglegri en núverandi síða, en meira um það síðar.

Heldri afgreiðslukona á vídjóleigu í efra-Breiðolti tjáði mér í gær að framleiðslu á Hrauni væri hætt. Nú væri einungis hægt að fá Risa-Hraun! Hvaða endemis andefnavitleysa er það? Getur maður ekki lengur fengið sér Malt í gleri og Hraun? Hvað gerist næst – Malt í 1 ltr. flöskum og 1/2 kíló af Hrauni?

Fyrir módel eins og mig er það ótækt að þurfa í sífellu að kaupa stærri og stærri pakkningar.

One thought on “Leyfi

  1. f.willy

    Til hamingju með þessa færslu.

    Það er þó allavega hægt að fá hraunbita áfram er það ekki? nema þá þarftu að kaupa 50 stk. saman í hentugri neytendapakkningu… það er örugglega ekkert skárra fyrir feril þinn í fyrirsætubransanum en þetta í júmbóstærðinni.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *