Nýr robbik.net

Líkt og fuglinn Fönix rís nýr robbik.net úr ösku gamla kerfisins.

Er þetta kerfi að mínu mati mun skemmtilegra og betra en gamli robbik.net (sama og ma99.org). Eins og sést eru allar bloggfærslur úr gamla kerfinu, ásamt athugasemdum, og myndaalbúmið á sínum stað.

Þeir sem voru skráðir notendur eiga að hafa fengið póst með nýju lykilorði. Það verður að skrá sig inn með því lykilorði en síðan er hægt er að breyta því í “Mínar Upplýsingar”.

Einnig er vefurinn fluttur til Íslands en hangir ekki lengur í USA sem er ekkert nema jákvætt fyrir heildina.

Nú er bara að taka á honum stóra sínum og byrja að blogga aftur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *