Tónlist í boði WMP9

Vilji þið ná í tónlist í boði Microsoft og Windows Media Player. Svona farið þið að því:

1. Virkjið ‘show hidden files and folders’ með því að fara í ‘Tools’->’Folder Option’ klikkið næst á ‘View’ og þar er hægt að haka við þetta (í Windows Explorer).
2. Opnið Windows Media Player
3. Leitið að laginu sem þið viljið og spilið það (allt lagið)
4. Farið í Documents and Settings-> veljið ykkar login nafn ->Local Settings->Temporary Internet Files
5. Þar er að finna mp3 skrá, kóperið hana yfir í annan folder
6. Whoola, tónlist í boði Microsoft

Rakst á þetta þegar ég var að vafra Gentoo spjallsvæðið í leit að lausn á DNS vandamáli mínu – robbik.net keyrir á Gentoo Linux server!

Smá tips: Ef Temporary Internet Files folderinn er sneisafullur af dóti og þið finnið ekki neitt, tæmið folderinn með því að fara í Tools->Internet Options og Delete Files í Internet Explorer.

Er þetta löglegt? Erfitt að segja til um þar sem ég nota bara Windows Media Player og það sem hann býður uppá. En það er frekar skondið að þetta sé hægt, eða eins og einn orðaði það í þræðinum: Keep in mind MS assumes their users can’t find their ass with both hands and a UN search party.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *