Afmælisgjöfin í ár

Ég óska eftir að fá svona í afmælisgjöf í ár.

Ekki til að fara með í bústað eða útilegu, síður að mæta með þetta í teiti til gítarspilsundirleik. Heldur til að fara með á klósettið. Jimi Hendrix spilaði mikið á gítarinn sinn inná klósetti, þar var besti hljómurinn. Það lítur hins vegar mjög heimskulega út, er mér sagt, þegar ég stend upp af klósettinu með Rhodes hljómborðið mitt í kjöltunni.

Með þessari græju dugir bara að hafa eina Tinna bók sem undirlag (haha), eða eitthvað sem nær yfir 2-3 áttundir. Ekki fer maður að taka neinar aríur á klósettinu!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *