Ekki á morgun heldur hinn

Ég og Farbror Willy fórum að sjá náttúruhamfaramyndina “Dagurinn sem kemur á eftir morgundeginum” í gærkveldi. Sameiginleg niðurstaða okkar var sú að það virðist ómögulegt að gera góða náttúruhamfaramynd.

Reyndar prýðir myndin sérdeilis flottum tæknibrellum og hljóðið er framúrskarandi – en sem oft áður fær söguþráðurinn að gjalda fyrir sjón- og heyrnarveislu.
Til að mynda eru aðeins sýndar hamfarar í Ameríku, minnir að á einum stað í myndinni segi einhver sefinn statisisti “..og Evrópa er frosin í hel”. Annars er þetta ameríska hetjan sem fer á eftir syni sínum, berst ötull við náttúruöflin þó hann sé sá eini sem eigi reiknilíkan til að spá fyrir um afleiðingar óveðursins. Í nokkur skipti missti ég nokkra millilítra af svita við óhóflega dramatískar setningar og tilfærslur hjá Dennis Quaid. Ullabjakk.

Ef þið finnið hjá ykkur óstjórnlega þörf fyrir að sjá þessa mynd mæli ég með því að þið takið hana á DVD og hafið fyrir því að læra að prógramma spilarann ykkar til að sleppa öllu nema flóð- vinda- og haglélaatriðunum.

Þessi mynd fær falleinkun.

4 thoughts on “Ekki á morgun heldur hinn

 1. Anonymous

  Stop… sabotaging… now… must… like… movie… DVD… not… same… 🙂

  Reply
 2. Anonymous

  Var ekki niðurstaðan frekar sú að það væri ómögulegt að gera stórslysamynd sem væri ekki eins og allar aðrar stórslysamyndir sem hafa verið gerðar síðustu 500 árin… Ég hafði svosem ekki mikla trú að þessi væri eitthvað öðruvísi, en reyndar voru “listen to me mister vice-president, we have to act quickly in order to save lives!” og “mankind will never be the same” atriðin í þessari mynd sérstaklega slæm. Held að Dennis hafi svosem gert efninu ágæt skil, en efnið var bara svo mikið krapp.

  held að þessi mynd hafi reyndar átt að hafa einhvern umhverfisverndarboðskap, en eina sem ég hafði upp úr þessu var það að varaforsetar eru rót alls ills… nei djók, auðvitað á maður að labba í vinnuna, borða lífrænt ræktað og endurvinna allt og ekkert. Annað er bara rugl.

  f.willy

  Reply
 3. Anonymous

  Reyndar voru skástu dramatísku atriðin í myndinni pakkinn í New York, það þyrfti einmitt að vera hægt að prógramma DVD spilarann til að hoppa yfir allt vísindamenn-að-analýsera-gögn-frá-hvoröðrum og svona mestallt krappið sem gengur út á að útskýra af hverju veðrið er að haga sér svona.

  f.willy

  Reply
 4. Anonymous

  Ohhh……… Róbert unaðslegi.
  Ég ELSKA þennan pop-up blocker sem þú settir á hjá mér.
  Kossar og knús frá mér til tölvunarfræðingsins

  Frú Aðalheiður (sem nennti ekki að signa sig inn)

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *