Færsla Hringbrautar

Viljum við eignast borg fyrir bílana eða borg fyrir borgarana?

Í sumar flyt ég úr gettóinu niður í miðbæ, nánar tiltekið Mánagötu. Skv. könnunum vilja flestir, sérstaklega ungt fólk, búa á þessu svæði og í Vesturbænum. En borgaryfirvöld vilja helst steypa yfir allt klabbið komplett svo hægt sé að bruna á milli svæða á okkar fínu einkabílum – þar með eyðileggja ímynd vistvænnar miðborgar og hentugra íbúðarsvæða.

Af hverju þetta kapp að dreifa byggð út um allar trissur, erum við í einhverri keppni – eða setja heimsmet í mesta flatarmál höfuðborgar miðað við íbúðartölu?

Mikil andstaða hefur verið fyrir færslu Hringbrautar og komið upp sú hugmynd að leyfa borgarbúum að hafa eitthvað um þetta að segja í næstu forsetakosningum – þetta leggst illa í borgarvöld, sennilega vegna þess að þau vita kannski að fólk vill þetta ekki!

Það er nýbúið að starta undirskritarsöfnun og hvet ég alla til að kynna sér málið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *