Fasteignasalar

Ég held ég geti fullyrt að tölvunarfræðingar séu yfir höfuð skilningsríkt fólk og tilbúnir að útskýra oft sérstaklega torkennilega hluti fyrir fólki. En fasteignasalar eru hreint ekki á þeim buxunum og lemja mann sí og æ í hausinn með orðum eins og vísitiala og vaxtadagar – og eftir því sem lengra dregur í fasteignakaupaferlinu verður þessi orðakylfa sí þyngri og veldur þar af leiðandi verri hausverkum.

Hvaðan kemur þetta fólk? Svo skoppar maður milli aðila sem halda mætti að væru í samráði við hvorn annan um að segja ábyggilega ekki sama hlutinn. Eins og þeir séu tengdir saman á sálrænu stigi og geti ómögulega skilið lög og reglur fasteignakaupa eins, ef einn skilur hlutinn sem ‘A’ þá segir næsti maður ‘a’. Næstum því eins en þó ekki alveg.

Og hvaða víndraupandi mammúti fann upp íbúðarlánakerfið? Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að svona hluti er ekkert hægt að hrista fram úr erminni, en það er engu líkara en arkítektúrar þessa kerfis hafi hrist þetta úr buxnaklaufinni án þess að opna hana. Stendur einhversstaðar að kaupandi eigi að glenna sig og taka öllu með brosi á vör – ef einhver mótmæli heyrast er bara meiru bætt við.

Get ég ekki bara fengið fokking íbúðina mína!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *