Greenpeace og ég

Líkt og Auður frænka fékk ég bréf frá meðlimi Greenpeace samtakanna, einhver þrýstin þýsk fröken sem getur varla sofið á nóttunni yfir bráðnun jöklanna og hvalveiðum Íslendinga.

Ég las bréfið að sjálfsögðu samviskusamlega yfir en hef ekki myndað mér skoðun á þessum hvalveiðum. Því hef ég skipað nefnd sem mun fara yfir málið og leggja það fyrir allsherjarnefnd. Sú nefnd mun síðan meðhöndla málið samkvæmt lögum og reglum og skila sínu áliti til mín. Þá mun ég leggjast undir feld og tilkynna ákvörðun mína sem mun lýsa sér í einni tvíþættri setningu – setning sem bæði styður hvalveiðar og fordæmir þær, svona pólitísk setning.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *