Helgarfrí búið

Þá er hið langa helgarfrí að lokum komið og ég er sáttur. Nýkomin í vinnuna, búinn að fá mér súpu og kaffibolla og ekkert annað eftir en að taka vænan sundsprett í if setningum og for lykkjum. Er ofboðslega bissí þar sem ég þarf að skila af mér verkefni í lok dags en Akureyrarferðin stóð undir væntingum:

* Ég fór ekki í Sjallann
* Ég fór ekki á andarpollinn
* Ég fékk mér ekki Brynjuís
* Ég fór ekki í pool
* Ég sá löggubíl
* Ég kann ekki að gefa tvíkynhneigðu fólki ráðgjöf við barinn
* Ég hitti mjög áhugavert og skemmtilegt fólk

Best að gera eitthvað, sennilega betra að ná sér í annan kaffibolla fyrst – er ekki alveg komin í gang aftur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *