Kaffisull

Ég hef gaman að kaffi. Í morgun er ég búinn að fá mér tvo bolla og mér hefur tekist að sulla úr þeim báðum.

Í fyrra skiptið hitti ég ekki munnopið og sullaði smá í klofið á mér, sem betur fer er ég í Levi’s gallabuxum og svona kaffiblettir hverfa á svipstundu.
Í seinna skiptið var vinstri armurinn ekki öflugri en svo að ég dreif ekki upp á borðið, held að það hafi sullast smá ofan í lyklaborðið. Skipti bara um þegar ákni safr hætt að vika.

Samt er ég þrifaleg persóna með meiru.

One thought on “Kaffisull

  1. Anonymous

    Ég get fullyrt að kaffi er ekki óhollara fyrir tölvur en tölvunotendur! Þetta hefur áralöng reynsla kennt mér. Stebbi

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *