Sorrí

Mikið er okkar háttvirti utanríkisráðherra mikill maður að fordæma meðferð bandaríkjamanna á íröskum föngum – eða hvað? Þegar fréttamaður RÚV spurði hvort íslensk stjórnvöld myndu gefa einhverja opinbera yfirlýsingu þess efnis svaraði hann því neitandi. NEITANDI!

Ekkert mál að stökkva til og setja nafn okkar undir stuðningslista við þetta ólöglega stríð en svo stinga þessir háttvirtu menn höndum upp í svansinn á sér þegar á að segja eitthvað móti herra Bush. Þetta er svo mikil endemis endalaus grunnhyggjuvitleysa að mér dettur ekkert fyndið í hug til að enda þessa setningu.

Bölvaðir bavíanar!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *