Tvíbókaður

úps, svo virðist sem ég sé tvíbókaður að hluta til á eftir. En heppilegt að ég rak augun í grein í Lifandi Vísindi í gær um samsíða heima – þannig er mitt annað sjálft að gera nákvæmlega það sama og ég einhverja billjónir metra í burtu. Ég sé náttúrulega aukna hagræðingu í því að láta mitt annað sjálft klára fundinn meðan ég skrifa undir kaupsamninginn.

Kannski hefur þetta þegar átt sér stað í einhverjum af hinum samsíða heimunum? Get ég þá ekki vitnað í sjálfan mig í framtíðinni, t.d. að ég hafi haft gaman af fundinum á eftir og ég sé nú þegar á eftir búinn að skrifa undir kaupsamninginn.

ps: gæti verið að ég hafi verið að lesa kaflann um Restaurant at the end of the Universe í Hitchikers Guide to the Galaxy í gærkveldi. Þar getur fólk meðal annars átt í hættu á því að ferðast um tímann og verða t.d. pabbi sinn, þó það sé ekkert sem opnar og skilningsríkar fjölskyldur geti ekki höndlað. Aðalavandamálið með tímaferðalög er málfræðin, nútíð og þátíð sjáðu til.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *