5 ára stúdent

Kominn aftur í vinnu eftir nokkurra daga djamm fyrir norðan þar sem 5 ára stúdentsafmælinu var fagnað með látum. Er hálf dofinn andlega og líkamlega eftir allt þetta húrrumhæj en í alla staði sáttur. Tók fullt af myndum sem ég kem til með að setja á síðuna fljótlega.

Rafmagnið fór af íbúðinni meðan ég var í burtu og því var robbik.net óaðgengilega í einhvern tíma. Vararafstöðin virðist ekki hafa tekið við sér, ehemm! Er að fara í frí aftur eftir viku til Danmerkur og sé fram á að ég verði að útnefna einhvern sérlegan “rístartara” ef þetta skyldi gerast aftur…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *