Jákvæðni

Fólk hefur minna að kvarta og kveina yfir á sumarmánuðum, það sést bersýnilega á bloggum landsmanna þessa dagana. Þungbúinn himininn og kæfandi myrkrið er ekki að knésetja fólk ef því dettur í hug að fara á milli húsa heldur ríkir bullandi bjartsýni og jákvæðni í andlitum sérhvers manns.

Skemmst er frá því að segja að það sama ríkir hér á bæ, Deep Purple annað kvöld, Köben á sunnudaginn og Hróarskelda næstkomandi miðvikudag. Eftir Hróa eru svo Placebo tónleikarnir.

Taumlaus tónlist er því ríkjandi afþreyingarefni næstu daga – skínandi snilld.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *