Laki

Átti ævintýralega helgi og er enn lifandi þannig að þau ykkar sem reyndu að ná í mig um helgina getið andað léttar (vona ég). Lagði allt frá mér upp úr hádegi á föstudag og brunaði í Lakagíga án þess að láta kóng né prest vita (nema tilkynningaskylduna auðvitað, þ.e. foreldrarnir), enda orðinn allsjálfstætt stak – aftur.

Fór með heimsfaranum og sprellikarlinum Gunna ásamt tilvonandi doktornum og skagamanninum Rúnu að hitta landvörðinn Finn sem staðsettur er í Blágili. Finnur tók á móti okkur á Kirkjubæjarklaustri á óbreyttum og sjálfskiptum Isuzu jeppa, hálf leim ef þú spyrð mig, enda þurfti að draga okkur yfir eina ánna sökum mikilla rigninga undanfarið. Ég er ekki mikill aðdáandi umhverfisstofnunar. Sá dráttur endaði ekki betur en svo að eitt stykki ferðatölva endaði í jeppa fullum af jafnlöngum Japönum og einum tilvistarlausum táningi.
Einnig vakti athygli að þegar við loksins komum að skálanum kom í ljós að afturhlerinn á bílnum var opinn og allur farangurinn okkar og maturinn komin á ystu brún, nokkrir kílómetrar í viðbót og draslið okkar hefði verið á víð og dreif um miðhálendið.
Sökum rigningar og lítils skyggnis á föstudeginum var fiskurinn bara massaður og svo rólegt kvöld með öl og snakkerí.

Á laugardeginum rigndi einnig eins og motherfokker og því lítið um gönguferðir, kíktum samt á nokkra merkilega staði þarna og leituðum skjóls í hinum ýmsustu hellum. Mjög fínt en skemmtilegra að sjá lengra en 200 metra. Því var aftur farið í skálann og gæðastund tekinn fyrir matinn. Á matseðlinum var lambalæri en einhver gleymdi að kaupa kol og gasofninn virkaði ekki. Því var brunað í næsta skála til að elda lærið, snilld.

Sunnudagurinn var mjög góður og loksins komið gott veður og skyggni með besta móti. Löbbuðum upp á Laka og stórkostlegs útsýnis notið yfir hálendið. Nægilega fallegt landslag til að hlandlosa okkur öll með tölu.

Kom heim þreyttur og breyttur í gærkveldi, myndirnar koma fljótlega.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *