Skrúðganga

Ég vaknaði heldur seint í morgun, ákvað að njóta morgunverðar heima hjá mér og kaffibolla yfir Fréttablaðinu. Allskyndilega heyri ég lúðrablástur og marseringstrommuslátt. Shjétturinn hvað ég varð skelkaður, var nú drepsóttin komin til að ná í mig á þessum sólríka fimmtudagsmorgni.

Var mér litið út um eldhúsgluggan þar sem ég sá heljarins helling af fólki í skrúðgöngu, klukkan 9 um morguninn, í Jaðarseli í Breiðholti, á fimmtudegi. Ekki veit ég hvað fólkinu stóð til, engin voru mótmælaskiltin og hálfgerð synd að smala saman svona mikið af fólki án þess að mótmæla einhverju. Ekki voru þau einkennisklædd en sumir héldu á hvítum blöðrum. Undarlegt.

Ef einhver veit hvaða hersering þrammaði þarna um þá endilega látta mig vita, ég hef nettar áhyggjur af því að ég sé einfaldlega að tapa mér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *