Árekstur

Haldiði ekki að einhver bastarður frá Umhverfisstofnun hafi keyrt á mig í gær. Atvikið átti sér stað á hringtorgi í Mosfellsbæ, ég á hvíta fáknum mínum stoppaði á vinstri akrein og var að taka af stað inná hringtorgið þegar ég heyri skrensumskrans, lít aftur fyrir mig og fæ þá eldgamlann hvítann Súkkujebba í afturhliðina – sem ofan á allt er kolryðgaður.

Einhvernvegin tókst þessum einstaklingi að koma á fartinu á hægri akrein, negla niður og renna á mig, þannig að vinstri framstuðarinn á jebbanum fór í afturhliðina á mér, fyrir ofan hægra afturdekkið.

Þegar ég steig útúr bílnum hristi ég hausinn og spurði “Hvað gerðist eiginlega?” og fékk þá svarið “Djöfull er hált hérna.”, þvínæst byrjar gaurinn að reyna að skauta á strigaskónum sínum eftir malbikinu til að sanna mál sitt. Eftir að hafa horft á hann smá stund sparkandi í malbikið, klórandi sér í hausnum og spyrjandi hvort nýbúið sé að malbika hérna ákvað að gáfulegast væri að hringja á Lögguna, þeir voru álíka undrandi og ég á því hvernig þetta gat gerst.

Ég er að átta mig á því þegar ég skrifa þetta að ég gaf upp vitlaust tryggingarfélag fyrir bílnum. Krapp. KRAPP. Öhh, best að hringja og reyna að leiðrétta mál mitt – ha, ég, utan við mig!!

En það er allt í lagi með mig, blóm og gjafir eru hins vegar vel þegið.

8 thoughts on “Árekstur

 1. Anonymous

  Hílvíti er að heyra þetta. ertu búinn að láta þína lögmenn tala við hans lögmenn?
  Er síðan ekki bara spurning um að halda næsta Kurl-mót þarna á hringtorginu?

  Reply
 2. Anonymous

  Mínir lögmenn eru allir ennþá í skóla þannig að ég stend bara einn í þessu, líkt og Erin Brockovich.

  /robbik

  Reply
 3. Anonymous

  Djö, sem Borgarbíó ætlar að tryggja sé sýningarréttinn á myndinni sem verður úr þessu,
  Róberti Károvich… hvað ætlaru að vera með sem taglæn?

  Reply
 4. Anonymous

  Þú færð alla mína samúð. En nú er ekkert annað í stöðunni en að kaupa nýjan bíl hjá mér……… Er haggi 🙂

  -maia

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *