Blessuð versló

Þá er þessi blessaða verslunarmannahelgi að hellast yfir okkur eina ferðina enn. Þjóðarsukkerí sem einkennist af vitleysingum í lopapeysum sveiflandi 1/2 ltr. gosflöskum sem búið er að rífa miðann af til að sjá betur hversu mikið bland er eftir. Blábjánar sem keppast um að öskra illa hljómandi sveitaballalög hver ofan í annan.

Ég fíla ekki versló.

Ætla samt að fara norður á þessa Halló Akureyri, eins og flestir úr vinahópnum. Get ekki beðið þangað til annað kvöld þegar við förum að hringjast á og spá hvað gáfulegast sé að gera – allir náttúrulega gista heima hjá foreldrum sínum og enginn staður til að djamma á. Þegar það vandamál hefur verið leyst tekur við að rölta um bæinn umvafinn pappadiskum, neon-stikum, klósettpappír og ólögráða fólki. Leigubíll anybody?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *